Kynning
Næst | Hvernig maður byrjar |
---|
Kynning
Hér á translatewiki.net byggjum við og bætum stöðugt innviði til að auðvelda staðfærslu á opnum uppsprettu verkefnum og ókeypis skrifuðum skjölum. Við leitumst við að ná tveimur markmiðum okkar.
Fyrsta markmið okkar er skilvirkni. Til þess að auka skilvirkni ferlisins samþættum við þétt inn í þróunarferli hugbúnaðarins til að hafa lítinn afgreiðslutíma. Að auki þróum við verkfæri til að gera sjálfvirka samþættingu þýðinga. Þetta auðveldar einstökum þýðendum að einbeita sér aðeins að því að framleiða bestu þýðingar sem mögulega eru.
Annað markmið okkar er samstarf. Allt kerfið er byggt á wiki. MediaWiki er vinsæl wiki vél sem veitir umgjörð til að byggja upp samvinnusamfélag. Við hvetjum þýðendur til að hjálpa hver öðrum yfir verkefna og tungumálamörk á margan hátt og virka sem lím á milli hönnuðum og þýðenda.
Þú þarft ekki að vita hvernig á að forrita. Ef þú ert kunnugur með wiki hugbúnaðinum myndirðu fljótlega læra hvernig á að nota translatewiki.net. Einu kröfurnar eru gott tungumálavald, netvafri og opinn hugur.
Flaggskipsverkefnið translatewiki.net – MediaWiki – er nú notað á meira en 300 tungumálum. Translatewiki.net fær uppfærslur á meira en 100 tungumálum í hverjum mánuði.