Þýðing: Ónettengt
Þetta er hjálparsíða fyrir notendur sem vilja vinna við þýðingar án nettengingar.
Á Special:Translate geturðu flutt út skilaboðahóp í .po/gettext-skrá og unnið í henni án nettengingar. Þú getur sent inn eða flutt inn þýðingarnar þínar ef þú ert með „réttindi fyrir ótengdar þýðingar“ (þú getur beðið um slíkt eftir að þú hefur sannað þig sem áreiðanlegan þýðanda á netinu ). Fyrir fyrstu innsendingar, skaltu þjappa gettext-skránni þinni og senda hana í tölvupósti á "translatewiki HJÁ translatewiki PUNKTUR net" með vísan í notandanafnið þitt á translatewiki.net. Fyrsta innsending þín verður flutt inn af starfsmanni.
Skoðaðu hjálparskjölin fyrir aðrar tæknilegar ábendingar, aðvaranir og athugasemdir um notkun á ónettengdum þýðingum.
Með því að smella á tengilinn hér að neðan birtist innfyllingarform til að sækja skrá. Þessi skrá er með UTF-8 stafkóðun. Veldu snið fyrir þýðingu án nettengingar.
Ofangreindir tenglar eru sérsniðnir að MediaWiki. Á Special:LanguageStats geturðu farið í hvaða hóp sem er og valið þar "Export" og síðan "Export for off-line translation" til að flytja út í gettext-skrár.